Sunnudaginn 26. ágúst, var síðasti dagur lokaðra áheyrnaprufa sem Íslenski dansflokkurinn hélt hér í Reykjavík. Fyrr í sumar var dansflokkurinn með prufur í París og voru á 400 manns sem sóttu um að taka þátt í þessum tveimur prufum.
Dansflokkurinn bauð 100 áhugasömum dönsurum að þreyta prufurnar; 50 í París fyrr í sumar og 50 hér í Reykjavík nú um liðna helgi. Dansararnir komu hvaðanæva að úr heiminum en 5% umsækjenda eru frá Íslandi. Verið er að leita að 4 dönsurum, bæði karlkyns og kvenkyns, og á því Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, strembið verk fyrir höndum við valið úr þessum glæsilega hópi dansara.
Frekari upplýsingar fást hjá Írisi Maríu Stefánsdóttur, markaðsstjóra Íslenska dansflokksins, í síma 6619591 eða í iris@id.is
Comments