Stjórn FÍLD boðar til aðalfundar félagsins sunnudaginn 5.febrúar kl.16:00 – 17:30 í Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47.
Dagskrá aðalfundar: 1. Fundur settur: a) skipan fundarstjóra b) skipan fundarritara 2. Skýrsla stjórnar frá liðnu ári 3. Ársreikningar FÍLD og kosning félagslegra endurskoðenda
4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning, ársreikningur og skýrsla borin upp til samþykktar.
5. Félagsgjöld FÍLD
6. Lagabreytingar, engar lagabreytingar liggja fyrir. 7. Kosning formanns, ritara, meðstjórnanda og varamanns
8. Verkáætlun stjórnar 2023
9. Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn, okkur vantar nýjan formann!
Stjórn FÍLD leitar nú til félagsmanna vegna kosninga í stjórn og hvetur félagsmenn til virkni og þátttöku. Nú þegar hafa borist þrjú framboð til stjórnar en stjórn auglýsir sérstaklega eftir framboðum til formanns.
· Irma Gunnarsdóttir er fráfarandi formaður. Hún hefur starfað sem formaður félagsins síðastliðin sex ár og gefur ekki kost á sér áfram að þessu sinni.
· Guðmunda Pálmadóttir er fráfarandi ritari, hún gefur ekki kost á sér áfram.
Framboð sem borist hafa til ritara: Guðrún Óskarsdóttir gefur kost á sér.
· Sandra Ómarsdóttir er fráfarandi meðstjórnandi, hún gefur ekki kost á sér áfram.
Framboð sem borist hafa til meðstjórnanda: Margrét Bjarnadóttir gefur kost á sér.
· Inga Maren Rúnarsdóttir er fráfarandi varamaður, hún gefur ekki kost á sér áfram.
Framboð sem borist hafa til varamanns: Irma Gunnarsdóttir gefur kost á sér.
· Guðmundur Helgason núverandi gjaldkeri, var endurkjörinn sem gjaldkeri í fyrra til 2ja ára og situr áfram næsta ár.
· Hildur Ólafsdóttir núverandi meðstjórnandi, var kosin í stjórn í fyrra og situr áfram næsta ár.
Comentarii