Stjórn FÍLD boðar til aðalfundar félagsins sunnudaginn 26. janúar 2020 kl.11:30 – 13:00 í Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47.
Dagskrá aðalfundar:
1. Fundur settur: a) skipan fundarstjóra b) skipan fundarritara 2. Skýrsla stjórnar frá liðnu ári 3. Ársreikningar FÍLD og kosning félagslegra endurskoðenda
4. Félagsgjöld FÍLD 6. Kosning gjaldkera, meðstjórnanda og varamanns
7. Verkáætlun stjórnar 2020 – helstu mál framundan
8. Dansstefna FÍLD 2020 – 2030, hvert stefnum við ?
9. Önnur mál
Í núverandi stjórn eru Irma Gunnarsdóttir formaður, Guðmundur Helgason gjaldkeri, Guðmunda Pálmadóttir ritari, Ingunn Elísabet Hreinsdóttir og Sigrún Ósk Stefánsdóttir meðstjórnendur, Valgerður Rúnarsdóttir og Bryndís Einarsdóttir varamenn. Sigrún Ósk tók við af Bryndísi sem meðstjórnandi síðastliðið haust þegar Bryndís flutti erlendis. Stjórn FÍLD þakkar Bryndísi fyrir stjórnarsamstarfið undanfarin ár.
Boðið verður upp á nýársbröns á fundinum.
Við hvetjum alla til að mæta og vonumst til að sjá ykkur sem flest. Það er virkilega mikilvægt að mæta á aðalfund því ykkar sjónarmið og þátttaka skiptir öllu máli. Verum virk og stöndum saman að framgangi danslistarinnar í landinu.
Kær kveðja,
f.h. stjórnar
Irma Gunnarsdóttir
Formaður FÍLD
Comentarios