Aðalfundurboð FÍLD 2021.

Stjórn FÍLD boðar til aðalfundar félagsins sunnudaginn 31. janúar 2021 kl.13:00 – 15:00 í Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47.


Fundurinn verður einnig í fjarfundarformi og geta félagsmenn sótt fundinn í gegnum zoom.


Dagskrá aðalfundar:

1. Fundur settur: a) skipan fundarstjóra b) skipan fundarritara

2. Skýrsla stjórnar frá liðnu ári

3. Ársreikningar FÍLD og kosning félagslegra endurskoðenda

4. Félagsgjöld FÍLD

6. Kosning formanns, ritara, meðstjórnanda og varamanns

7. Verkáætlun stjórnar 2021 – helstu mál framundan

8. Lagabreytingar – 3.gr. um inntökuskilyrði og 4.gr. um árgjald.

9. Önnur mál.

Í núverandi stjórn eru Irma Gunnarsdóttir formaður, Guðmundur Helgason gjaldkeri, Guðmunda Pálmadóttir ritari, Ingunn Elísabet Hreinsdóttir og Sigrún Ósk Stefánsdóttir meðstjórnendur.

Varamenn í stjórn eru Sigríður Soffía Níelsdóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir.


Vegna Covid og gildandi fjöldatakmarkana verður boðið upp á tvennskonar mætingarform á fundinn, annarsvegar mæting á staðinn (takmarkað pláss) og hinsvegar mæting í gegnum fjarfundarbúnaðinn zoom. Þeir sem vilja taka þátt í gegnum zoom fá sendan aðgangslink fyrir fundinn. Skráning á aðalfund er nauðsynleg.


Vinsamlegast skráið ykkur til þátttöku hér: https://forms.gle/1L5f1qhu5jPer1d89 Athugið,


Til að hafa fullgildan atkvæðisrétt á aðalfundi þarf að vera búið að greiða félagsgjöld 2020 – 2021 fyrir aðalfundinn.


Kær kveðja, f.h. stjórnar Irma Gunnarsdóttir Formaður FÍLD


13 views