Sunnudaginn 27.mars fögnum við degi listdansskólanna í fyrsta sinn. Markmiðið með degi listdansskólanna er að vekja athygli á fjölbreyttri og öflugri starfsemi listdansskólanna í landinu og eins að styrkja tengsl við nærsamfélagið. Fylgdu @dagurlistdansskólana á instagram og fylgstu með dagskrá skólanna.
Í tilefni dagsins hvetjum við svo alla núverandi og fyrrverandi nemendur listdansskólanna ásamt foreldrum til að birta myndir af sér og sínum á Instagram. Hvort sem það sé mynd frá nemendasýningu, úr kennslustund eða af æfingu heima. Endilega taggið myndina @dagurlistdansskólanna á instagram og í instastory og vekjum athygli á mikilvægi dansnámsins í samfélagi okkar.
Til hamingju með daginn!
Comments