Síðastliðinn þriðjudag, 28. mars 2023 hélt Viðar Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar ræðu um málefni listdansskólanna á þingfundi Alþingis. Við fögnum því að þingmenn sýni málefni okkar áhuga og stuðning og vonum að fleiri leggi honum lið. FÍLD heldur áfram að vinna í málinu og þrýsta á mennta- og barnamálaráðherra að fá okkur á fund og gera breytingar í stöðu skólanna. Því eins og Viðar segir í ræðu sinni, boltinn er og hefur verið hjá ráðuneytinu.
Hér að neðan sjáið þið upptöku af ræðu Viðars.
Comments