top of page

Undirskriftalisti vegna stöðu grunnnáms listdansskólanna.

Yfir stendur undirskriftasöfnun vegna stöðu grunnnáms listdansskólanna en staðan er alvarleg þar sem grunnnámið er verulega fjársvelt og fær ekki sömu styrki og annað listnám hér á landi.

Við hvetjum alla félagsmenn til þess að skrifa undir en undirskriftalistinn verður svo afhentur mennta- og barnamálaráðherra með þeirri kröfu um að komið verði til móts við listdansskólanna í þessum málum.


Gera þarf betur í að tryggja börnum og ungmennum jöfn tækifæri er kemur að vali á listnámi, óháð því hvaða listgrein eða tómstund á í hlut. Engin lög eru til um starfsemi listdansskóla og fjárframlög til listdansnáms eru ótrygg og í engu samræmi við umfang námsins. Til að listgreinin dans geti þróast á faglegum forsendum og á jafnréttisgrundvelli í landinu þarf að koma á lagasetningu og fjárstuðningi frá ríki og sveitarfélögum með listdansnámi sem fyrst.

Jöfn tækifæri fyrir börnin okkar,

óháð hæfileikum þeirra og vali á listnámi


Undirskriftarlistann er að finna hér:4 views

Recent Posts

See All

Ræða á Alþingi um mál listdansskólanna

Síðastliðinn þriðjudag, 28. mars 2023 hélt Viðar Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar ræðu um málefni listdansskólanna á þingfundi Alþingis. Við fögnum því að þingmenn sýni málefni okkar áhuga og st

Aðalfundarboð FÍLD 2023

Stjórn FÍLD boðar til aðalfundar félagsins sunnudaginn 5.febrúar kl.16:00 – 17:30 í Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47. Dagskrá aðalfundar: 1. Fundur settur: a) skipan fundarstjóra b) skipan fundarritar

Comments


bottom of page