top of page

Ávarp Gladys Faith Agulhas

Alþjóðlegi dansdagurinn 2008

Andi dansins á sér hvorki lit, lögun, né stærð
en í honum felst aflið sem sameinar; styrkurinn
og fegurðin sem býr innra með okkur.

Sérhver dansandi sál, ung sem gömul, þeir vanMÁTTUGU
skapa og umbreyta hugmyndum í lifandi, breytilega og hreyfanlega list.
Í dansinum speglast hvernig það ógerlega verður gerlegt
og öllum er fært að snerta, heyra, finna og upplifa.

Hljóðin frá hjörtum og sálinni gefa okkur taktinn,
hver einasta hreyfing afhjúpar mannkynssöguna.
Með þessu móti nær mannsandinn að höndla hið fullkomna frelsi.

Í hvert sinn sem hendur okkar snertast gerist eitthvað fallegt,
það sem sálin man sýnir líkaminn með hreyfingu.
Dansinn býr því yfir lækningarmætti sem öllum er opinn,
þú ert augun mín og ég fætur þínir.

Fagnið Alþjóðlega dansdeginum,
notið ást ykkar á dansinum til að lækna hvert annað.
Sameinið danssamfélagið ykkar.
Mikilvægast af öllu er að þið gerið ykkar besta í eigin rétti;
orka og andi dansins gerir okkur kleift að standa saman.

Gladys Faith AGULHAS

bottom of page