top of page

Danshús og gestavinnustofur

Danshús af ýmsu tagi eru rekin um allan hinn vestræna heim. Stærð og starfsemi danshúsa er afar mismunandi. Sum danshús eru fyrst og fremst sýningarstaðir, önnur sinna einkum æfingum og námskeiðum og enn önnur leggja áherslu á gestavinnustofur. Allt fer þetta eftir aðstæðum og hvernig menningarlíf og menningarpólitík hefur þróast á hverjum stað fyrir sig. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur þessi hús og þá möguleika sem þar kunna að finnast. Hús sem bjóða reglulega upp á gestavinnustofur eru merkt með        .

Dansehallerne - Kaupmannahöfn, Danmörk

Dansehallerne er miðstöð samtímadans í Kaupmannahöfn, með ýmis verkefni sem teygja sig út um alla Danmörk og lengra. 2017 misstu Dansehallerne húsnæði sitt og gert er ráð fyrir að flytja í nýtt hús 2019/2020. Starfsemin heldur samt áfram og má fylgjast með á vefsíðu Dansehallerne.

Bora Bora - Århus, Danmörk

Bora Bora leikhúsið í Århus hefur tvö leiksvið, sem jafnframt eru notuð fyrir æfingar. Þar er hægt að sækja um 2 - 3 vikna listamannadvöl fyrir dansverksefni. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar.

Upplýsingar og umsóknarform er á vefsíðu Bora Bora.

Dansens hus - Oslo, Noregur

Dansens hus í Oslo er fyrst og fremst sýningarrými fyrir dans. Þar er mjög gott svið og góð aðstaða fyrir danssýningar. 

Upplýsingar um starfsemina eru á vefsíðu Dansens hus.

Dansearena nord - Hammerfest, Noregur

Dansearena nord er svæðismiðstöð fyrir dans í norður - Noregi og hefur ákaflega fallegt og vel útbúið 160 fm æfingarými til umráða. Þar er hægt að sækja um listamannadvöl í allt að 20 daga. Umsóknarfrestur er tvisvar á ári.

Upplýsingar og umsóknarform eru á vefsíðu Dansearena nord.

DansiT - Trondheim, Noregur

DansiT er svæðismiðstöð fyrir dans í Trondheim og mið - Noregi. Þar er hægt að sækja um listamannadvöl eftir nánara samkomulagi. 

Upplýsingar og umsóknarform eru á vefsíðu DansiT.

Dansens hus - Stokkhólmur, Svíþjóð

Dansens hus í Stokkhólmi er stærsta svið Svíþjóðar fyrir samtímadans og er með öflugt prógramm með sænskum og alþjóðlegum listamönnum. Meira um húsið og dagskrána á vefsíðu Dansens hus.

MDT - Stokkhólmur, Svíþjóð

MDT hét áður Moderna Dans Teatern og er mikilvægur vettvangur fyrir nýsköpun í samtímadansi. Þar eru tvö æfingarými auk sviðsrýmis. Í MDT er er úrval danssýningar og einnig hægt sækja um vinnustofudvöl. Nánar á vefsíðu MDT.

Atalante - Gautaborg, Svíþjóð

Atalante er fyrst og fremst sýningarrými fyrir sviðslistir og er dansinn áberandi í dagskrá leikhússins. Stundum gefast einnig tækifæri fyrir gestavinnustofur, svo áhugasömum er bent á að hafa samband við Atalante. Upplýsingar á vefsíðu Atalante.

Zodiak - Center for New Dance - Helsinki, Finnland

Zodiak hefur verið heimili samtímadansins í Helsinki um árabil. Það er fyrst og fremst sýningarrými, en einnig eru ýmis námskeið í boði. Dagskrá Zodiak gefur góða innsýn inn í hvað er efst á baugi í finnskum samtímadansi hverju sinni. Kynnið ykkur málið á vefsíðu Zodiak.

PACT Zollverein - Essen, Þýskaland

Performing Arts  / Choreographisches Zentrum NRW  / Tanzlandschaft Ruhr

PACT Zollverein er kóreógrafísk miðstöð héraðsins Nord Rhein-Westphalen. Húsið þjónar danslistinni á breiðum grunni og býður bæði upp á sýningar og alþjóðlegar gestavinnustofur. Upplýsingar um starfsemina eru á vefsíðu PACT Zollverein.

Dance Base - Edinburgh, Scotland

Dance Base er miðstöð fyrir dansi í Skotlandi. Húsið þjónar danssamfélaginu á breiðum grunni, með æfinga- og sýningaraðstöðu fyrir fagfólk og danstímum fyrir almenning á öllum aldri. Upplýsingar um starfsemina eru á vefsíðu Dance Base.

Dance Ireland - Dublin, Írland

Dance House Ireland er miðstöð fyrir samtímadans á Írlandi og býður upp á góða aðstöðu fyrir fagfólk, með glæsilegum æfingarýmum. Áherslan er á þjónustu við írska danslistamenn, en það er vel þess virði að kynna sér starfsemina á vefsíðu Dance Ireland.

Dance House - Vancouver, Kanada

Kraftmikið sýningarhús með alþjóðlega dagskrá sýninga. Danshópar sem sýna í húsinu kenna einnig masterklassa í húsinu. Upplýsingar um starfsemina eru á vefsíðu Dance House.

Dancehouse - Melbourne, Ástralía

Dancehouse er miðstöð samtímadans  og leggur áherslu á þjónustu við sjálfstætt starfandi danslistamenn. Á dagskrá Dancehouse eru sýningar, námskeið og þjálfun og annað sem styrkir ástralska danslistamenn í starfi sínu. Upplýsingar um starfsemina eru á vefsíðu Dancehouse.

Vera - Una Björg Bjarnadóttir.jpg
Ragnheiður_S_Bjarnarson_edited.jpg
DJ Hamingja - Hreyfiþróunarsamst
Anna Richards
Ákall til handa og fóta.jpg
Inga Maren Rúnarsdóttir.jpg
John the houseband.jpg
Saga og Friðgeir á LungA.jpg
Henna-Riikka Nurmi.jpg
Danshópurinn Uppsteyt.jpg
Glymskrattinn.jpg
bottom of page