top of page

Starfslaun og verkefnastyrkir

Starfslaun listamanna - sviðslistasjóður

Starfslaunum listamanna er úthlutað samkvæmt lögum um listamannalaun nr. 57/2009 og reglugerð um listamannalaun nr. 679/1997 ásamt síðari breytingum nr. 789/2004 og nr. 782/2007. Starfslaun listamanna eru veitt úr sex sjóðum: Launasjóði hönnuða, launasjóði myndlistarmanna, launasjóði rithöfunda, launasjóði sviðslistafólks, launasjóði tónlistarflytjenda og launasjóði tónskálda. 

Umsóknir eru á rafrænu formi á vef Rannís: rannis.is

Leiklistarráð

Alþingi veitir árlega fé í fjárlögum til stuðnings leiklistarstarfsemi með það að markmiði að efla íslenska leiklist og aðrar sviðslistir og búa þeim hagstæð skilyrði. Slíkur fjárstuðningur getur auk almennrar leikstarfsemi tekið til barnaleikhúsa, brúðuleikhúsa, óperustarfsemi og listdans. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna atvinnuleikhópa eða gerðir starfssamningar til lengri tíma. Að jafnaði er ekki gert ráð fyrir styrkveitingum til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana, sem hljóta regluleg rekstrarframlög, né til verkefna sem er lokið. 

Umsókn í atvinnuleikhópa getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna sé merkt við þar til gerðan reit í umsóknarformi. Leiklistarráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úthlutun fjár sem veitt er í fjárlögum til stuðnings atvinnuleikhópum, sbr. leiklistarlög nr. 138/1998. 

Hafi umsækjandi áður fengið styrk af fjárveitingu til starfsemi atvinnuleikhópa skal það vera ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir afgreiðslu nýrrar styrkumsóknar að fyrir liggi greinargerð um framkvæmd fyrra verkefnis og ráðstöfun styrkfjárins. Leiklistarráð getur kallað eftir frekari upplýsingum vegna umsóknar ef nauðsyn krefur. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Zoëga á skrifstofu Rannís.

Umsóknareyðblöð má nálgast á vef Rannís: rannis.is

Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum styrki til verkefna sem falla að hlutverki sveitarfélagsins eða teljast á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda.

Umsóknir eru á rafrænu formi á vef Reykjavíkurborgar: reykjavik.is

 

Talía - ferðasjóður

Talía er sjóður í eigu Félags íslenskra leikara, Félags leikskálda og handritshöfunda, Félags leikstjóra á Íslandi og Reykjavíkurborgar. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við sýningu og kynningu á íslenskri sviðslist erlendis og er sjóðurinn ætlaður sjálfstætt starfandi listamönnum. Sótt er um hjá Félagi íslenskra leikara og sviðslistafólks með tölvupósti til fil@fil.is. Nánari upplýsingar um Talíu má finna hér.

Kvikmyndasjóður

Hlutverk Kvikmyndasjóðs er að efla íslenska kvikmyndagerð með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmynd, sem styrkt er af Kvikmyndamiðstöð Íslands, skal hafa íslenska menningarlega skírskotun nema sérstök menningarleg rök leiði til annars. Veittir eru m.a. styrkir til: til stuttmyndagerðar (þ.m.t. dansstuttmyndir) og til heimildamyndagerðar (þ.m.t. heimildamyndir um dans).

Umsóknareyðublöð má finna á vefsíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Coming up.jpg
Hildur Elín Ólafsdóttir.jpg
Íslenski dansflokkurinn.jpg
Tanja Marín Friðjónsdóttir
Heimilisdansar - Ólöf Ingólfs 2009
Fullkominn dagur til drauma - Íd 2011.jp
Darí Darí danskompaní.jpg
bottom of page