top of page

Ávarp Akram Khan

Alþjóðlegi dansdagurinn 2009

Alþjóðlegi dansdagurinn er engum líkur, tileinkaður eina tungumálinu sem allir í heiminum tala og skilja, tungumálinu sem býr í líkama okkar og sál, tungumáli forfeðra okkar og barna.

Þessi dagur er tileinkaður hverjum þeim guði, lærimeistara, afa eða ömmu sem hefur kennt okkur og veitt okkur innblástur.

Sérhverjum söng og hvöt og augnabliki sem hefur hreyft við okkur og innblásið.

Hann er tileinkaður ungabarninu sem vildi óska að það gæti dansað líkt og stjarnan sem blikar á himninum.

Og móðurinni sem segir, ,,þú getur það nú þegar.”

Þessi dagur er tileinkaður líkömum af öllum trúarbrögðum, litarhætti og menningu, sem miðla hefðum fortíðar í sögum samtíðar og draumum framtíðar.

Þessi dagur er tileinkaður dansinum í öllum sínum margbreytileika og óþrjótandi möguleikum til að tjá, umbreyta, sameina og gleðja.

bottom of page