top of page
Ávarp Julio Bocca
Alþjóðlegi dansdagurinn 2010
Danslistin er vinna, menntun og samtal. Með henni spörum við okkur orð sem aðrir myndu ef til vill ekki skilja. Við sköpum sameiginlegt tungumál til handa öllum.
Danslistin veitir okkur ánægju, hún gerir okkur frjáls og veitir okkur mannfólkinu huggun, okkur sem ekki getum flogið eins og fuglarnir, frjáls um himinhvolfið, út í hið óendanlega.
Danslistin er himnesk, í hvert sinn er hún öðruvísi en áður - eins og ástarlot - þar sem hjartað hamast í brjóstinu í lok hverrar sýningar af tilhlökkun fyrir næsta endurfundi.
Julio Bocca
Frá Argentínu, sólódansari American Ballet Theatre
bottom of page