top of page

Dansstefna 22/32

FÍLD býður ykkur í útgáfupartý en út er komin DANSSTEFNA 22/32 en því ber sannarlega að fagna. Sjá nánar um viðburðinn hér fyrir neðan en útgáfupartýið verður laugardaginn 19.nóvember milli kl.15 - 17 í Dansverkstæðinu.


Viðburðurinn er partur af Reykjavík dans festivel og óskar FÍLD RDF innilega til hamingju með 20 ára afmælið og fjölbreytta 5 daga dansveislu. Hægt er að kynna sér myndarlega dagskrá RDF hér:


Með útgáfu á nýrri dansstefnu höldum við ótrauð áfram í hagsmunabaráttu fyrir dansinn í landinu. Hægt er að finna DANSSTEFNU 22/32 hér á heimasíðunni en plaggið er einnig gefið út á prenti og verður hægt að skoða prentútgáfuna á laugardaginn yfir spjalli og léttum veitingum. Einnig verður hægt að glugga í dansbækur en í tilefni af 75 ára afmæli FÍLD gaf Unnur Guðjónsdóttir félaginu veglegt bókasafn úr einkaeigu og munum við opna safnið á laugardaginn. Unnur er ein af okkar elstu félagsmönnum og þakkar FÍLD henni innilega fyrir þessa fallegu bókargjöf. Hver veit nema að dansbókasafn FÍLD eigi eftir að vaxa með tíð og tíma, ef félagsmenn, skólar og dansstofnanir hafa áhuga á að byggja upp dansbókasafn þá er það hugmynd sem vert er að skoða.



Njótið hátíðarinnar!

16 views

Recent Posts

See All

Ræða á Alþingi um mál listdansskólanna

Síðastliðinn þriðjudag, 28. mars 2023 hélt Viðar Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar ræðu um málefni listdansskólanna á þingfundi Alþingis. Við fögnum því að þingmenn sýni málefni okkar áhuga og st

Aðalfundarboð FÍLD 2023

Stjórn FÍLD boðar til aðalfundar félagsins sunnudaginn 5.febrúar kl.16:00 – 17:30 í Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47. Dagskrá aðalfundar: 1. Fundur settur: a) skipan fundarstjóra b) skipan fundarritar

bottom of page