Undankeppni PRIX DU NORD Borgarleikhúsinu laugardaginn 12.mars kl. 15:00
SOLO einstaklingskeppnin í klassískum listdansi er undankeppni fyrir norrænu ballettkeppnina PRIX DU NORD sem haldin verður í Gautaborg þann 15.júní næstkomandi. Nánar um aðalkeppnina er hægt að nálgast á heimasíðu keppninnar https://prixdunord.org/ .
SOLO undankeppnin er mikil lyftistöng fyrir klassíska listdansinn hérlendis og er hún mikilvægur vettvangur fyrir íslenska listdansnema en í undankeppninni gefst nemendum tækifæri á að spreyta sig í krefjandi sólóhlutverkum klassískra ballettverka. Þátttökurétt í undankeppnina hafa listdansnemar í listdansskólum innan Félags íslenskra listdansara.
Keppt verður í tveimur aldursflokkum í ár,
Junior flokki 14 – 16 ára og
Senior flokki 17 – 19 ára.
Samtals munu 20 ungir og efnilegir nemendur stíga á svið og láta ljós sitt skína en viðburðurinn fer fram á Nýja sviði Borgarleikhússins.
Comentarios