top of page

Ályktun aðalfundar Félags íslenskra listdansara 26.janúar 2020



Dansarar og danshöfundar búa við óásættanlega mismunun á launakjörum við stærstu sviðslistastofnanir landsins. Aðalfundur Félags íslenskra listdansara skorar á þessar stofnanir að ganga til samninga við dansara og danshöfunda á jafnréttisgrundvelli.


Fjölmennur aðalfundur Félags íslenskra listdansara var haldinn sunnudaginn 26.janúar í húsakynnum Dansverkstæðisins. Mikill hiti skapaðist í umræðum fundarins þegar atvinnuumhverfi dansara og danshöfunda var rætt og var fólki mikið niðri fyrir. Á undanförnum árum hefur mikil gróska og atvinnuuppbygging átt sér stað í starfsstétt dansara og danshöfunda á Íslandi. Það er gleðilegt að störfum dansara og danshöfunda fjölgar í leikhúsum landsmanna en að sama skapi mikið áhyggjuefni hvernig launamálum dansara og danshöfunda er háttað í leikhúsunum.

FÍLD hefur ítrekað vakið athygli á þeirri launamismunun sem dansstéttin býr við í stofnanaleikhúsum landsins. Dansarar og danshöfundar eru samningslausir og búa við óásættanlega mismunun er kemur að launakjörum, og er svo komið að dansarar hafa fengið meira en nóg af virðingaleysinu sem störfum þeirra er sýnd.

Samkvæmt stefnum leikhúsanna er unnið eftir jafnréttislögum þar sem virða ber sambærilega menntun og reynslu fagfólks til jafns og þar segir einnig að ekki megi mismuna einstaklingum eftir starfssviði eða kyni í launasamningum. Því miður hafa dansarar og danshöfundar upplifað slíka mismunun á eigin skinni í störfum sínum við leikhúsin. Það er því ljóst að enn vantar þónokkuð upp á að jafnrétti í launum sé að fullu náð.

Aðalfundur FÍLD skorar á sviðslistastofnanir að ganga til samninga við dansara og danshöfunda á jafnréttisgrundvelli.

F.h. fundarins,

Irma Gunnarsdóttir

Formaður FÍLD


6 views

Recent Posts

See All

Ræða á Alþingi um mál listdansskólanna

Síðastliðinn þriðjudag, 28. mars 2023 hélt Viðar Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar ræðu um málefni listdansskólanna á þingfundi Alþingis. Við fögnum því að þingmenn sýni málefni okkar áhuga og st

Aðalfundarboð FÍLD 2023

Stjórn FÍLD boðar til aðalfundar félagsins sunnudaginn 5.febrúar kl.16:00 – 17:30 í Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47. Dagskrá aðalfundar: 1. Fundur settur: a) skipan fundarstjóra b) skipan fundarritar

bottom of page